þriðjudagur, 11. september 2012

innlit: heimili í mill valley norður af san francisco


Ég kolféll fyrir þessu bjarta og fallega heimili þegar ég sá það fyrst. Það er í Mill Valley, rétt norðan við San Francisco og er í eigu Allison Bloom, sem er innanhússhönnuður og rekur Dehn Bloom Design (það er eitthvað ólag á heimasíðunni þannig að ég tengi á síðu þeirra á Facebook í staðinn). Ég er búin að geyma þessar myndir í dágóðan tíma í möppunni minni og var hreinlega búin að steingleyma þeim þar til ég sá nokkrar þeirra á bloggi í gær sem kallast Anya Adores. Ég man að ég tók strax eftir listaverkunum á stofuveggjunum en þau eru eftir listakonuna April Dawn Parker. Mér finnst þau passa svo vel við smekklegt innbúið. Staðsetning á skrifborðinu finnst mér algjör draumur - öll þessi birta!


Þið getið lesið meira um hönnuna á húsinu og séð fleiri myndir með því að smella á fyrsta tengilinn hér að neðan. Ef þið opnið hann takið þá eftir tilvísununum á veggjunum í baðherbergi barnanna.

myndir:
John Merkl fyrir California Home + Design og Dehn Bloom Design af blogginu Design Flutter

1 ummæli:

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.