föstudagur, 28. september 2012

góða helgi


Á föstudögum hef ég óskað ykkur góðrar helgar með með mynd af blómum án þess að birta texta. Fólk hefur ekki endalausan tíma til að lesa bloggfærslur og það er notalegt að fara inn í helgina með falleg blóm í huganum. Eða það finnst mér. Þessar calla liljur eru mér að skapi og vaxblómin brjóta upp vöndinn á skemmtilegan máta.

En mig langaði að bæta við nokkrum orðum í dag vegna myndarinnar sem ég birti í gær. Ég skrapp inn í borg með elstu dóttur minni seinnipartinn í gær til að útrétta og fara á bókasafnið. Ég var að hugsa um það þegar ég gekk yfir Gömlu brúna og horfði yfir dalinn hvað haustlitirnir hefðu tekið breytingum á bara einni viku. Það var mild rigning þannig að ég skildi myndavélina eftir heima, en ég lofa að kippa henni með í næstu ferð.

Góða helgi!

mynd:
Delbarr Moradi af blogginu Elizabeth Anne Designs

1 ummæli:

  1. What a gorgeous photo! I wish I could understand what you are saying. I get the feeling I'm missing out on a lot on this beautiful blog. :)

    SvaraEyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.