miðvikudagur, 22. ágúst 2012

sumar: blóm og rendur


Ég ætla að birta reglulega myndir á blogginu sem fanga stemningu árstíðanna. Ég hef svo gaman af fallegum ljósmyndum sem ekki bara næra andann heldur gefa manni líka hugmyndir að hvers kyns skreytingum, hvort sem það eru borðskreytingar, uppröðun á smáhlutum eða hvað sem er.

Sumarstemningin í þessari mynd finnst mér hreint út sagt dásamleg. Öll þessi blóm, röndóttu renningarnir og gömlu stólarnir hafa rómantískan sjarma. Það væri nú ekki leiðinlegt að gera svona fínt hjá sér og hóa svo í nokkrar vinkonur og eiga notalega stund.

mynd:
Apryl Ann af blogginu 100 Layer Cake

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.