mánudagur, 13. ágúst 2012

innlit: sveitasetur í suður-frakklandi


Í Languedoc-Roussillon héraði í Suður-Frakklandi hefur innanhússhönnuðurinn Maire-Laure Helmkampf gert upp mylluhús frá nítjándu öld sem var í niðurníðslu. Í húsinu er hátt til lofts, loftbitar eru sýnilegir og stórir gluggar hleypa birtunni inn. Hlutlausir tónar skapa hlýju og smekklegt að sjá hvernig steinhlaðnir og ljósmálaðir veggir mætast. Myndin að ofan er í miklu uppáhaldi hjá mér, það er eitthvað virkilega sjarmerandi við þetta eldhús þar sem blandað er saman gömlu og nýju. Ég verð líka alltaf pínulítið veik í hnjánum þegar ég sé eldhús með innréttingu úr eikarvið og hvítri borðplötu, eða öfugt.


Sófinn í stofunni er frá tímum Frakklandskeisarans Napoleon III og hefur verið bólstraður að nýju. Breiður skorsteinninn er alveg nýr, hannaður af Marie-Laure sjálfri. Ég rak augun í lampann með trjábolnum í stofunni en það var John Gross sem hannaði hann. Vinnuherbergið hér að neðan er mér að skapi, nóg pláss og opnar hillur. Tulip borðið eftir Eero Saarinen sómir sér vel í rýminu.


Svefnherbergin eru í sama stíl og önnur rými hússins, en þar eru veggir einnig dökkmálaðir. Þess má geta að forna baðkarið í neðstu myndaröðinni var fengið á uppboði í nágrenninu. Myndaseríunni lýkur með útisundlaug en þarna hlýtur að vera hreint út sagt dásamlegt að sitja úti á góðum sumardegi með svalandi drykk í hendi.


Smellið á tengilinn að neðan ef þið viljið sjá fleiri myndir.

myndir: 
Nuevo Estilo

Follow my blog with Bloglovin

6 ummæli:

 1. Gæti alveg hugsað mér þessa sundlaug!

  SvaraEyða
  Svör
  1. ég hugsaði einmitt það sama þegar ég sá þessa mynd í fyrsta sinn ;-)

   Eyða
 2. Congrats on the new blog, Lisa! So impressive that you are able to manage 3 at once. I've always been so in awe of you producing such wonderful content for 2 amazing blogs. Add another one to the list. :) xoxo

  SvaraEyða
  Svör
  1. Thank you Dawn. Actually, they are four if you count the Icelandic food blog ;-) Well, I don't update the food blogs very often. I have so many photos in my inspiration folders so I need to find a way to use them!

   Eyða
 3. Love the sofa in the living room.. and those walls are gorgeous. The kitchen is stunning and I like the white dishes.

  Congratulations on yet another blog Lisa.. well done!

  leslie

  SvaraEyða
  Svör
  1. thank you Leslie ;-)

   Eyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.