mánudagur, 27. ágúst 2012

innlit: heimili í london


Þetta fallega heimili í London hannað af og í eigu Rose Uniacke er búið að vera lengi í möppunni minni. Ég hreinlega fæ ekki nóg af þessum glæsilegu stofum. Það þarf ekki að segja mörg orð um þetta heimili því myndirnar segja allt sem segja þarf. En mig langar að koma því að hvað þessi gamldags gólfborð eru skemmtileg og þau gera allt saman mun heimilislegra.


Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá myndina af svefnherberginu. Stórt, ljóst og fallegt og svo arinn líka. Já takk, ég er alveg til í að eiga eitt svona.


myndir:
Rose Uniacke af blogginu La Petite Fleur de Londres

1 ummæli:

  1. SO gorgeous Lisa! I love seeing other images from only one that I have seen before (the first one)... I am in absolute awe of the bedroom room and sun/orangery room, so serene!

    SvaraEyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.