föstudagur, 31. ágúst 2012

góða helgi


Ég er búin að horfa heilluð á þennan blómvönd síðan ég fann þessa litríku mynd á netinu. Vöndurinn er gerður úr próteum, blómin með pinnunum (enska: pincushion protea), asíusóleyjum (ranunculus) og tveimur tegundum af bóndarósum (peony), sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Vasinn finnst mér heillandi en þetta er glervasi sem er hefur verið notaður undir málningarpensla. Verkið í bakgrunni er eftir listakonuna Michelle Armas.

mynd:
Once Wed

1 ummæli:

  1. Yndislegur vöndur, þetta er svona gleðivöndur.

    SvaraEyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.